Hoppa yfir valmynd
16. september 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aukinn sýnileiki náms á Norðurlöndum

Norræn ráðstefna um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms sem fer fram í formlega skólakerfinu,  í óformlegu námi og á vinnustöðum verður haldin  í Hörpu 19. september 2014

Verkiðn í Kórnum í Kópavogi 2014
Verkiðn í Kórnum í Kópavogi 2014

Norræn ráðstefna um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms sem fer fram í formlega skólakerfinu,  í óformlegu námi og á vinnustöðum var haldin  í Hörpu 19. september 2014. Í kynningu á ráðstefnunni segir m.a.: „Ein mikilvægasta þróunin í menntakerfum Evrópu hin síðari ár er tilkoma þriggja hæfniramma um menntun, þ.e. hæfnirammi á landsvísu, Evrópski hæfniramminn (EQF - European Qualifications Framework), sem á m.a. að auðvelda mat á menntun milli landa og hæfnirammi fyrir æðri menntun og prógráður (EHEA Framework for higher education). Miklar væntingar eru bundnar við þróun og innleiðingu þeirra.

Hæfnirammarnir byggjast á hæfniviðmiðum (learning outcomes) sem ætlað er að auka gagnsæi innan menntakerfisins og styrkja tengsl milli menntunar og vinnumarkaðar fyrir allar gerðir námsloka innan formlega menntakerfisins. Þá er þeim ætlað að opna ný tækifæri fyrir viðurkenningu óformlegs og óformaðs náms og styrkja raunfærnimat“.

Á ráðstefnunni var rætt um reynslu Norðurlandanna af innleiðingu hæfniramma. Sjónum var einkum beint að eftirfarandi:

  • Hvernig geta hæfnirammar aukið gagnsæi og starfshæfni?
  • Hvaða hlutverki geta hæfnirammar gegnt við að tengja saman óformlegt nám, nám utan formlega skólakerfisins   og alþjóðlegt nám við nám innan formlega kerfisins?
  • Hvernig geta hæfnirammar stuðlað að viðurkenningu á fyrra námi og hvað kennir reynsla Norðurlandanna okkur í því efni?

Einnig verða dregin fram og rædd dæmi um áhrif hæfniramma og hæfniviðmiðaða nálgun á þróun og lýsingu námsleiða og hlutverk hæfniramma sem gagnsæistækis. Þá verða skoðuð sérstaklega tengslin milli hæfnirammanna og annarra úrræða á Evrópuvettvangi svo sem ECTS og ECVET, Europass og EQAVET og hlutverk þessara verkfæra við að auka viðurkenningu náms og hreyfanleika námsmanna.

Ráðstefnuefni

Nánari upplýsingar

Myndir frá ráðstefnunni

Kynningar og fyrirlestrar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum