Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Laus staða forstöðumanns Námsmatsstofnunar 

Mennta- og menningarmálaráðuneyti vinnur nú að sameiningu Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar í nýja stjórnsýslustofnun menntamála. Hin nýja stofnun mun gegna víðtæku hlutverki við öflun og greiningu upplýsinga um íslenskt menntakerfi, framkvæmd prófa og alþjóðlegra kannanna, þróun námskrár og námsgagna

Mennta- og menningarmálaráðuneyti vinnur nú að sameiningu Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar í nýja stjórnsýslustofnun menntamála. Hin nýja stofnun mun gegna víðtæku hlutverki við öflun og greiningu upplýsinga um íslenskt menntakerfi, framkvæmd prófa og alþjóðlegra kannanna, þróun námskrár og námsgagna. Miðað er við að nýr forstöðumaður Námsmatsstofnunar verði forstjóri hinnar nýju stofnunar og muni þar af leiðandi gegna mikilvægu hlutverki við að undirbúa sameininguna.


Hlutverk Námsmatsstofnunar er skilgreint í lögum um stofnunina nr. 168/2000. Forstöðumaður annast yfirstjórn stofnunarinnar og daglegan rekstur, ber ábyrgð á fjárreiðum hennar og ræður aðra starfsmenn. Forstöðumaður kemur fram fyrir hönd stofnunarinnar út á við.

Umsækjendur um embættið skulu hafa lokið meistaraprófi að lágmarki eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu og skulu jafnframt hafa sýnt þann árangur í starfi að þeir njóti viðurkenningar á starfssviði sínu. Leitað er eftir einstaklingi með stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. 
Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Námsmatsstofnunar til fimm ára að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir því að skipað verði í embættið frá og með 1. maí 2014. 

Um laun forstöðumanns fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, fyrir kl. 16 föstudaginn 14. mars 2014.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum