Hoppa yfir valmynd
2. júní 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands laust til umsóknar

Hlutverk Kvikmyndasafns Íslands er að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir sem og samvinnuverkefni íslenskra og erlendra aðila og erlendar kvikmyndir sem teknar hafa verið á Íslandi

Embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands er laus til umsóknar.

Hlutverk Kvikmyndasafns Íslands er að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir sem og samvinnuverkefni íslenskra og erlendra aðila og erlendar kvikmyndir sem teknar hafa verið á Íslandi, þ.m.t. að varðveita skilaskylt efni samkvæmt lögum um skylduskil til safna. Kvikmyndasafnið hefur eftirlit með skylduskilum kvikmyndaefnis samkvæmt lögum um skylduskil til safna. Safnið stendur fyrir sýningum á innlendri og erlendri kvikmyndalist, sér um viðhald og endurgerðir á kvikmyndum safnsins og skapar fræðimönnum og fagmönnum aðstöðu til að stunda kvikmyndafræðilegar rannsóknir og efla kvikmyndamenningu á Íslandi.

Mennta- og  menningarmálaráðherra skipar forstöðumann Kvikmyndasafns Íslands til fimm ára í senn, sbr. 9. gr. kvikmyndalaga, nr. 137/2001. Hann skal hafa staðgóða þekkingu á starfsemi safna, kvikmyndamálum og íslenskri menningarsögu.

  • Um laun forstöðumanns fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum. Gert er ráð fyrir því að skipað verði í embættið frá og með 1. ágúst 2014.
  • Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík. eða á [email protected].
  • Nánari upplýsingar veitir Jens Pétur Hjaltested. 

Umsóknarfrestur er til 25. júní 2014.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum