Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynningarútgáfa af tónfræðanámskrá

Drög að nýrri námskrá í tónfræðigreinum er kominn á vef ráðuneytisins.

Efni : Aðalnámskrá tónlistarskóla - Tónfræðagreinar

Til tónlistarskóla og annarra hagsmunaaðila

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út átta rit af aðalnámskrá tónlistarskóla, þ.e. almennan hluta og 7 hljóðfæranámskrár. Allar þessar námskrár hafa verið sendar til tónlistarskóla. Auk prentaðrar útgáfu er námskráin einnig birt á vef menntamálaráðuneytis undir hnappi aðalnámskrár, vefslóð: www.menntamalaraduneyti.is

Námskrá fyrir tónfræðagreinar hefur að undanförnu verið í vinnslu hjá ritstjórn aðalnámskrár tónlistarskóla. Ritstjórnin hefur nú skilað drögum að námskránni til menntamálaráðuneytisins. Þeim drögum hefur verið komið fyrir á vef ráðuneytisins undir hnappi aðalnámskrár, drög að nýjum námskrám.

Tónlistarskólum, öðrum hagsmunaaðilum og áhugamönnum um tónlistarfræðslu er gefinn kostur á því að koma athugasemdum og ábendingum við fyrirliggjandi drög á framfæri við námskrárdeild menntamálaráðuneytisins til 11. mars næstkomandi. Athugasemdum má koma skriflega á framfæri eða á netfangið [email protected].

Að loknu kynningarferlinu verður farið yfir athugasemdirnar og aðalnámskrá í tónfræðagreinum gefin út.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum