Hoppa yfir valmynd
25. júní 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Um leyfisbréf til kennara samkvæmt nýjum lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008

Ný lög um menntun og ráðningu, kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 öðlast gildi 1. júlí 2008. Frá sama tíma falla úr gildi lög nr. 86/1998, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.

Ný lög um menntun og ráðningu, kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 öðlast gildi 1. júlí 2008. Frá sama tíma falla úr gildi lög nr. 86/1998, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.

Ákvæði 3., 4. og 5. gr. hinna nýja laga, sem kveða á um menntun kennara, taka til þeirra sem hefja (skrá sig í) nám eftir gildistöku laga þessara. Það þýðir að fram til 1. júlí 2011 skulu þeir sem fá leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafa lokið bakkalárprófi og tilskildu námi í uppeldis- og kennslufræðum. Eftir þann tíma skulu þeir sem fá leyfisbréf hafa lokið meistaraprófi eða jafngildu námi.

Grunn- og framhaldsskólakennarar með leyfisbréf við gildistöku nýrra laga halda fullum réttindum til jafns við þá sem öðlast starfsréttindi grunn- og framhaldsskólakennara samkvæmt nýjum lögum.

Leikskólakennarar með bakkalárpróf á sviði uppeldis- og kennslufræða frá viðurkenndri kennaramenntunar-stofnun, eða annað jafngilt nám sem lokið var með prófum sem tryggðu kennsluréttindi fyrir gildistöku nýrra laga, eiga rétt á leyfisbréfi.

Menntamálaráðuneyti mun í ágústmánuði nk. gefa út auglýsingu um leyfisbréf fyrir leikskólakennara og verður þá tilkynnt hvernig veitingu þeirra verður háttað.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum