Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs

Árið 1994 ákváðu norsk stjórnvöld að leggja til árlegt framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs sem Haraldur V Noregskonungur kynnti í heimsókn sinni til Íslands vegna 50-ára afmælis íslenska lýðveldisins. Framlaginu skyldi ráðstafað í samráði íslenska menntamálaráðuneytisins og norska menningar- og kirkjumálaráðuneytisins. Hið árlega framlag er nú um 1.250.000 norskar krónur.
Norski fáninn
Norski_faninn

Árið 1994 ákváðu norsk stjórnvöld að leggja til árlegt framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs sem Haraldur V Noregskonungur kynnti í heimsókn sinni til Íslands vegna 50-ára afmælis íslenska lýðveldisins. Framlaginu skyldi ráðstafað í samráði íslenska menntamálaráðuneytisins og norska menningar- og kirkjumálaráðuneytisins. Hið árlega framlag er nú um 1.250.000 norskar krónur.

Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi Noregs og Íslands og geta Norðmenn og Íslendingar sótt um framlag til verkefna sem mikilvæg teljast í báðum löndum og vera líkleg til að leiða til varanlegra tengsla milli fagmanna, listamanna og fræðimanna. Verkefnin skulu endurspegla fjölbreytt listræn form og hafa í senn skírskotun til sögunnar og samtímans.

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur

  • Umsækjendur skulu senda verkefnalýsingu til norska menningar- og kirkjumálaráðuneytisins með upplýsingum um markmið verkefnisins ásamt verkefnis-, framkvæmdar-, fjárhags- og fjármögnunaráætlun.
  • Staðlað umsóknareyðublað er ekki fyrir hendi en umsóknir má senda rafrænt til: [email protected] eða til:
    Kultur- og kirkedepartementet,
    Postboks 8030 Dep,
    N-0030 Oslo.

Fyrirkomulag á mati á verkefnum er sveigjanlegt þannig að ekki er um formlegan umsóknarfrest að ræða. Ráðuneyti beggja landa meta þó umsóknir að jafnaði í mars á hverju ári en ef ástæða þykir til munu umsóknir metnar á öðrum tíma. Að verkefni loknu skal skýrslu skilað til norska menningar-og kirkjumálaráðuneytisins í samræmi við þær reglur sem gilda fyrir ríksisstyrkþega.

Að jafnaði er áhugamannahópum svo sem kórum og hljómsveitum ekki veittur ferðastyrkur.

Ekki er greiddur heildarkostnaður verkefna.

Ef þörf er á frekari upplýsingum má hafa samband við norska menningar- og kirkjumálaráðuneytið, s. 0047 22 24 80 01/03 eða [email protected].



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum