Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðherra veitir nýju SAFT námsefni viðtöku

Mennta- og menningarmálaráðherra viðtöku nýrri SAFT lestrarbók eftir Þórarin Leifsson sem heitir Rusleyjan. Einnig fékk ráðherra handrit að leikverkinu Heimkoman eftir Rannveigu Þorkelsdóttur og var af því tilefni viðstödd frumsýningu spunaleikritsins Heimkoman í Háteigsskóla.

Ráðherra veitir nýju SAFT námsefni viðtöku
Ráðherra veitir nýju SAFT námsefni viðtöku

Mennta- og menningarmálaráðherra viðtöku nýrri SAFT lestrarbók eftir Þórarin Leifsson sem heitir Rusleyjan. Einnig fékk ráðherra handriti að leikverkinu Heimkoman eftir Rannveigu Þorkelsdóttur og var af því tilefni viðstödd frumsýningu spunaleikritsins Heimkoman í Háteigsskóla.
Skemmst er frá því að segja að frumsýningin heppnaðist mjög vel og voru nemendur afar virkir í úrlausn eineltisvandans sem settur var fram í leikverkinu.
Bókin er ætluð miðstigi grunnskóla og mun SAFT dreifa henni til allra skóla landsins á næstu dögum. Bókin fjallar um ábyrga og jákvæða notkun netsins og annarra nýmiðla, rafrænt einelti og mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu. Henni fylgja handrit og framkvæmdarlýsing að jafningjafræðslu og spunaleikverkinu Heimkoman eftir Rannveigu Þorkelsdóttur leiklistarkennara. Leikritið er ætlað til uppsetningar af leiklistarhópum skóla og er spuninn kjörið tæki til að taka á þeim álitamálum sem bókin fjallar um og hentar einnig vel til að þjálfa börn í tjáningu og að takast á við lausn eineltismála. Bæði lestrarbók og leikriti verður dreift án endurgjalds.
Verkefnið er unnið í samstarfi SAFT, Heimilis og skóla, Háteigsskóla, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, Embættis landlæknis (áður Lýðheilsustöð), Námsgagnastofnunar, Grænnar framtíðar og Félags um leiklist í skólastarfi. Verkefnið hlaut styrki úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samfélagssjóði Landsvirkjunar, Góða hirðinum/Sorpu og frá Símanum.

Vefsíðan www.rusleyjan.is var opnuð í tengslum við verkefnið, en þar má finna upplýsingar um verkefnið í heild sinni.
Ungmennaráð SAFT mun ferðast um landið í tengslum við verkefnið og vera með jafningjafræðslu samhliða uppsetningu leikritsins Heimkoman.  Þá geta skólar, nemendur og skólafélög safnað biluðum og gömlum smáraftækjum (GSM símum, fartölvum, stafrænum myndavélum, stafrænum upptökuvélum, netlyklum og MP3 spilurum) í fjáröflunarskyni. Safna má til einstakra verkefna svo sem fyrir skólann, skólaferðalög eða góðgerðarfélög.  Græn framtíð mun greiða fyrir þann búnað sem safnast, en hann verður fluttur til endurnýtingar hjá endurnýtingarfyrirtækjum í Evrópu. Þar mun búnaðurinn öðlast nýtt líf og verður meðal annars seldur aftur til þróunarríkja.
SAFT, Heimili og skóli og samstarfsaðilar vænta ánægjulegrar og uppbyggjandi samvinnu við grunnskóla landsins og vonast til að sem flestir lesi bókina, setji upp spunaleikritið samhliða jafningjafræðslu og taki þátt í söfnuninni.
Þeir skólar sem hafa áhuga geta haft samband með því að senda tölvupóst á [email protected].

Myndir frá afhendingu og frumsýningu:

Ráðherra veitir nýju SAFT námsefni viðtökuRáðherra veitir nýju SAFT námsefni viðtökuHeimkoman eftir Rannveigu ÞorkelsdótturHeimkoman eftir Rannveigu ÞorkelsdótturRusleyjanRusleyjan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum