Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fréttatilkynning frá Barnamenningarsjóði

Barnamenningarsjóður hefur lokið úthlutun 2004. Alls sóttu 46 aðilar um styrki til 49 verkefna.

Barnamenningarsjóður, sem starfar samkvæmt reglum nr. 594/2003, hefur lokið úthlutun styrkja 2004. Auglýst var eftir umsóknum 26. mars og rann umsóknarfrestur út 26. apríl. Alls sóttu 46 aðilar um styrki til 49 verkefna. Úthlutað var styrkjum samtals að fjárhæð kr. 1.970 þús. til eftirtalinna 11 verkefna:

IBBY á Íslandi
vegna lestrarhvetjandi verkefnis á Íslandi
sem felst í dagatali fyrir leikskóla með
myndskreytingum og textabrotum og
verður í framkvæmd allt árið 2005 120.000,- kr
Félag um tónlistarsumarbúðir
vegna strengjafestivals fyrir börn í
Skálholti 15. - 19. júní og 7. - 12. ágúst 2004 100.000,- kr
Ingólfur Örn Björgvinsson
vegna bókarinnar Brennurnar 2. hluta
teiknimyndasögu um Brennu-Njálssögu 200.000,- kr
Ingvar Sigurgeirsson
til reksturs og eflingar Leikjabankans á vefnum 100.000,- kr
Kvikmyndaskóli Íslands
til að gera heimildarmynd um sköpunarverkefni
barna í leikskólanum Sæborgu tengdu við
uppeldisstefnu Reggio Emilia 200.000,- kr
Margrét Tryggvadóttir og Anna C. Leplar
til að vinna bók fyrir börn um
íslenska myndlist frá ýmsum tímum 200.000,- kr
Menningarmiðstöðin Gerðuberg
vegna stofnunar barnalistasafns í Gerðubergi 200.000,- kr
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
til að semja nýtt tónverk sem byggt er á
jólaævintýri og frumflutt verður á aðventutónleikum
hljómsveitarinnar þann 5. desember 2004 150.000,- kr
Strengjaleikhúsið
til uppsetningar barnaóperunnar Tígrisblómið 300.000,- kr
Þorbjörg Karlsdóttir
vegna barnabókahátíðarinnar Galdur út í mýri
í Norræna húsinu 30. september - 4. október 2004 200.000,- kr
Ævintýradansleikhúsið
vegna námskeiðs og fjöllistasýningar barna
á Akureyri veturinn 2004-2005 200.000,- kr


Stjórn Barnamenningarsjóðs, 30. júní 2004



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum