Hoppa yfir valmynd
17. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Grunnskólanemendur í starfsmenntun

Samstarf grunnskóla  og framhaldsskóla á sviði starfsmenntunar eykst stöðugt

Nemar í málmtækninámi í Borgarholtsskóla
Nemar í málmtækninámi í Borgarholtsskóla

Margir framhaldsskólar eiga gott samstarf við grunnskóla á sviði verkmenntunar. Samstarfið felst í því að grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk geta tekið valáfanga í starfsmenntagreinum í framhaldsskólunum. Ávinningurinn af samstarfinu er margvíslegur og má t.d. nefna að grunnskólarnir geta boðið upp á fleiri valáfanga en ella, nemendur fá innsýn í nám í framhaldsskólum og fleiri nemendur velja starfsnám að loknum grunnskóla. Borgarholtsskóli, Menntaskólinn í Kópavogi , Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Iðnskólinn í Hafnarfirði og Verkmenntaskóli Austurlands eru meðal þeirra skóla, sem eiga í samstarfi við grunnskóla á þessu sviði.

Sem dæmi um vel heppnað verkefni má  nefna málmtækninám í Borgarholtsskóla. Þar hafa 60 nemendur úr 10 grunnskólum í Reykjavík stundað nám í málmtækni í vetur. Þeir koma einu sinni í viku, þrjár klukkustundir í senn í eitt skólaár. Þeir fá ágæta innsýn í iðnnám og kynnast nokkrum verkþáttum þess. Að kennslunni koma 5 kennarar og það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvað gert er.  Námið er sett upp sem 4 lotur þar sem hver lota tekur hálfa önn. Aðaláhersla er lögð á verklega þætti þar sem nemendur smíða nytsama hluti, sem þeir halda heim með að námi loknu.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum