Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014

Birt hefur verið áætlun á sviði menningarmála, menntamála, rannsókna, vísinda og æskulýðsmála  um verkefni á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014

Formennska-2014

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út sérstaka formennskuáætlun á sviði menningarmála, menntamála, rannsókna, vísinda og æskulýðsmála. Í henni er getið helstu áhersluatriða og viðburða á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014.

Verkefni:

Ýmsar greinar um verkefni sem tengjast formennskuári:

Viðburðir tengdir verkefnum ráðuneytisins á formennskuárinu:


Lokið:

Sjá nánar:

Formennskuáætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins 2014

Sektorprogram: Undervisning og forskning, kultur, børn og unge

Viðburðir á norrænu formennskuári

ATH. Ráðstefnur um um almannaheillasamtök og hlutverk eldri kynslóða í Reykjavík og í Þórshöfn í Færeyjum verða haldnar fyrri hluta árs 2015


Formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014

Um formennskuáætlunina:

Áherslur íslensku formennskunnar byggjast á verkefnum Norrænu ráðherranefndarinnar um Grænan hagvöxt og Sjálfbæra norræna velferð auk stefnu um samstarf á sviði menningarmála, rannsókna og æskulýðsmála. Í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar er lögð áhersla á samræmingu og samfellu og því tekur formennskuáætlun Íslands einnig mið af formennskuáætlun Svía fyrir árið 2013 og niðurstöðum samráðs innan Norrænu ráðherranefndarinnar um áherslur næstu ára.

Formennskuáætlunin er sérstök að því leyti að hún spannar mörg mismunandi svið. Í formála segir Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra m.a.  að „styrkur norræna samstarfsins felist m.a. í hæfni þess til að takast á við verkefni þvert á fagsvið og þess vegna leggja Íslendingar fram sameiginlega formennskuáætlun á sviði menningarmála, menntamála, rannsókna, vísinda og æskulýðsmála. Leitast verður við að sameina áherslur á þessum sviðum undir formerkjum sköpunarkrafts, sem leið til nýsköpunar og frumkvæðis auk þess sem áhersla er lögð á þverfaglega verkefnið Biophilia – listsköpun sem kennslu- og rannsóknaraðferð“.

Íslendingar tóku við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni við síðustu áramót. Gefin hefur verið út formennskuáætlun undir heitinu „Gróska – lífskraftur“, sem nær til allra sviða sem Norræna ráðherranefndin starfar á. Þá hefur einnig verið gefin út sérstök formennskuáætlun á sviði jafnréttismála (Sektorprogram: Jämställdhet).


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum