Hoppa yfir valmynd
3. mars 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til íslenskunáms

Styrkvilyrði hafa verið veitt til fræðsluaðila sem bjóða nám í íslensku

Ákveðið hefur verið að veita vilyrði fyrir styrkjum að fjárhæð samtals um 73 millj. kr. til íslenskukennslu fyrir útlendinga vorið 2014. Umsóknir bárust frá 26 fræðsluaðilum og samtals var óskað eftir styrkjum að fjárhæð um 132 millj. kr. Á fjárlögum 2014 er 135,7 millj.kr. veitt til íslenskukennslu útlendinga, bæði til framhaldsfræðslu og til sérstakrar kennslu fyrir erlenda nemendur í framhaldsskólum. Gert er ráð fyrir að auglýsa aftur eftir styrkjum síðar árinu og úthluta þá eftirstöðvum fjárveitingarinnar.

Umsækjandi Fjöldi námskeiða Fjöldi nemenda Úthlutað
       
Austurbrú (ÞA)   7   70   1.932.000
Betri árangur ehf. 19 247   5.608.000
Farskólinn   4   38   1.123.000
Fræðslumiðstöð Vestfjarða   9 104   1.785.000
Fræðslunet Suðurlands 10 160   3.588.000
Fullorðinsfræðslan   5   50   1.380.000
Háskólafélag Suðurlands   1   12      303.000
Háskólinn í Reykjavík   3   24      645.000
Hreint ehf.   1   15      172.000
ISS Ísland   2   30      690.000
Jafnréttishús   4   80   1.656.000
Matís   1     7      234.000
Málaskólinn Lingva   5 280   3.600.000
Miðstöð sím. Suðurnesjum 18 180   4.968.000
Mímir-símenntun 62 650 17.526.000
Námsflokkar Hafnarfjarðar   2   20      552.000
Rauði þráðurinn   3   30      828.000
Retor 39 520 12.558.000
Reykjavíkurborg, Ösp   1   20      495.000
Rúnin   1   15      345.000
Saga-Akademía ehf.   4   95   1.863.000
Salaskóli   1   10      147.000
Símey 10 100   2.760.000
Sím.mst. á Vesturlandi   4   48   1.214.000
Tungumálaskólinn 20 180   5.244.000
Viska   5   50   1.380.000
Þekkingarnet Þingeyinga   4   40      552.000
Samtals     73.148.000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum