Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ársrit 2013 komið út

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út ársrit fyrir 2013 með upplýsingum um helstu viðfangsefni ársins

forsíða ársrits mmrn
Skólaheimsókn til Sinfó

Út er komið ársrit mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir 2013 með upplýsingum um helstu viðfangsefni ársins.  Því er ætlað að veita innsýn í þau störf sem unnin voru í ráðuneytinu árið 2013 og mæta óskum um aukin og opnari samskipti stjórnvalda og almennings.

Í inngangi segir Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri m.a.: Meðal helstu verkefna má nefna útgáfu og kynningu á aðalnámskrá fyrir greinasvið grunnskóla, sem var lokaáfangi í heildarendurskoðun á aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og sem hófst í kjölfar heildarendurskoðunar laga fyrir þessi skólastig. Þá var lokið við gerð menningarstefnu og gefin út ný stefna Vísinda- og tækniráðs. Einnig er vert að geta mikillar vinnu við undirbúning á svokallaða hvítbók um umbætur í menntamálum.

Í grófum dráttum má skipta verkefnum ráðuneyta hér á landi í þrjá flokka: Í fyrsta lagi stefnumótun, þ.m.t. undirbúningur lagasetninga, í öðru lagi eftirlit og samskipti við stofnanir, sem undir þau heyra, og í þriðja lagi þjónusta af ýmsu tagi við landsmenn.  Stór hluti starfsins í ráðuneytinu er afgreiðsla mála og reglubundin verkefni sem aðeins að litlu leyti er getið í þessu riti. Engu að síður er það ósk mín að ársritið gefi nokkra mynd af því mikla og góða starfi, sem samstilltur og góður hópur starfsmanna ráðuneytisins innir af hendi auk þess að veita upplýsingar um þau fjölmörgu verkefni, sem hafa verið unnin til að efla þau svið sem undir ráðuneytið heyra“.

Ársritið er á vef ráðuneytisins bæði sem veftímarit og sem PDF útgáfa.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum