Hoppa yfir valmynd
20. maí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Drög að rafrænni handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Óskað er eftir athugasemdum við drög að rafrænni handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Gerð hafa verið drög að rafrænni handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum sem unnin er á grundvelli laga um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerðar um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009.

Í handbókinni eru leiðbeiningar fyrir sveitarfélög, rekstraraðila leikskóla, skólastjórnendur, kennara og aðra sem starfa í leikskólum, um velferð og öryggi barna í leikskólum. Handbókin fjallar um mikilvægi ýmis konar forvarna með það fyrir augum að tryggja sem best öryggi og velferð barna og hvernig skuli bregðast við slysum og áföllum af ýmsu tag,i sem geta komið upp í daglegu starfi leikskóla. Fjallað er um andlega og líkamlega velferð og öryggi barna, og í handbókinni eru tillögur að verkferlum til að takast á við ýmis mál sem upp geta komið. Hún er enn fremur hugsuð sem leiðarvísir um hvernig unnið skuli að forvörnum til að skapa sem öruggast leikskólaumhverfi.

Fram til 15. júní 2014 er öllum þeim sem áhuga hafa gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við drögin að handbókinni (sjá slóð á PDF skjal hér að neðan). Athugasemdir óskast sendar á netfangið [email protected].

Drog-a-vef---handbok-um-velferd--og-oryggi-barna-i-leikskolum--

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum