Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Innritun 10. bekkinga í framhaldsskóla á haustönn 2014

Um 66% sóttu um nám á hefðbundnum bóknámsbrautum og um 12% um verk- eða starfsnám.

Nemendur í framhaldsskóla
Nemendur í framhaldsskóla

Nú er lokið innritun nemenda, sem luku 10. bekk í vor, í framhaldsskóla á haustönn 2014. Um skólavist sóttu 4.113 eða 97,7% allra þeirra sem útskrifuðust úr grunnskóla vorið 2014.  Um 99% nemenda fara í skóla sem þeir höfðu sett sem fyrsta eða annan valkost. Sem fyrr eru bóknámsbrautir vinsælastar og aðsókn í verk- starfsnám minnkað frá fyrra ári.

Fjöldi umsókna flokkaðar eftir skólum:

Skóli Fjöldi umsókna alls Fjöldi umsókna alls val 1 Fjöldi umsókna alls val 2
BHS 366 157 201
FAS 33 28 5
209 64 122
FB 377 174 198
FG 501 200 301
FISKT 4 3 1
FÍV 46 39 7
FJS 4 3 1
FL 70 29 41
FLB 279 115 154
FMOS 170 82 87
FNV 98 76 22
FS 251 192 57
FSH 31 18 13
FSN 42 34 7
FSu 245 191 54
FVA 140 94 46
IH 141 64 77
KVSK 629 287 341
MA 351 224 127
MB 35 21 13
ME 98 72 24
MH 649 367 282
73 65 8
MK 477 166 305
ML 87 28 59
MR 477 256 221
MS 452 136 293
MTR 33 21 12
NFR 2 1 0
TS 350 172 178
VA 57 32 25
639 484 155
VMA 474 227 247

Í fyrstu umferð höfðu um 96% umsækjenda höfðu fengið skólavist í þeim skólum sem þeir sóttu um í og því rúm 4% nemenda eða 197 nemendur án skólavistar. Námsmatsstofnun sá um umsýslu innritunar og ráðuneytið um að útvega skólalausum skólavist. Í góðri samvinnu við starfsfólk framhaldskólanna tókst að ljúka innritun viku á undan áætlun og hefur öllum þeim sem sóttu um verið útveguð skólavist. Að auki tókst að hækka hlutfall þeirra sem fengu inn í öðrum hvorum þeim skóla sem þeir sóttu um í úr 95% í tæp 99% sem að mati ráðuneytisins er mjög góður árangur. Því miður tókst ekki að koma 39 nemendum í skólavist í skóla sem þeir höfðu valið og þeim boðin skólavist í öðrum skólum.

Hlutfall innritunar flokkað eftir fyrsta, öðru og þriðja vali:

Hlutfall innritunar flokkað eftir fyrsta, öðru og þriðja valiLíkt og undanfarin ár sóttu flestir 10. bekkingar eða 66% um nám á hefðbundnum bóknámsbrautum. 17% nemenda uppfylltu ekki inntökuskilyrði beint inn á bók- eða verknámsbrautir og þurfa því að hefja nám á almennum námsbrautum eða framhaldsskólabrautum. 12% nemenda sóttu um verk- eða starfsnám og er það nokkuð minna en árinu áður en þá sóttu tæp 14% nemenda um verk- og starfsnámsbrautir. 5% nemenda sóttu um og innrituðust á listnámsbrautir.

Skipting nemenda eftir vali á brautLíkt og undanfarin ár var náttúrufræðibrautin vinsælasta bóknámsbrautin en alls sóttu 1.485 nemendur af þeim 2.732 sem innrituðust í bóknám um nám á náttúrufræðibraut. 659 nemendur eða 24% sóttu um félags- eða hugvísindabraut, 9% á viðskipta og hagfræðibraut. Minni aðsókn var á aðrar brautir en hér má sjá skiptingu nemenda eftir bóknámsbrautum.

Skipting nemenda eftir vali á bóknámsbrautumNemendur sem innrituðust í verknám skiptust niður á fjölmargar námsleiðir. Ekki var hægt að sjá að einhver ein tegund verknáms væri „vinsælli“ en önnur en ef taka ætti einhverjar greinar fram yfir aðrar þá má segja að flestir hafi innritast í  tölvunám og grunndeildir málm-, raf- og byggingagreina.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum