Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóðleg ráðstefna um menningarmál í Edinborg

Illugi Gunnarsson mennta – og menningarmálaráðherra tekur þátt í „Edinburgh International Culture Summit”

Illugi Gunnarsson mennta – og menningarmálaráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um menningarmál í Edinborg, „Edinburgh International Culture Summit”,  sem haldin er í skoska þinginu í Edinborg 10. – 12. ágúst. Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri og Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra taka einnig þátt í ráðstefnunni.

Á ráðstefnunni koma saman stjórnmálamenn, fræðimenn og menningarsérfræðingar frá öllum heimshornum til að ræða um mikilvægi menningarsamskipta í heimi sem gerist sífellt flóknari og fjölþjóðlegri. Ráðstefnan fer fram á sama tíma og hin fræga listahátíð í Edinborg.

Mennta- og menningarmálaráðherra mun m.a. taka þátt í umræðum um hlutverk lista og menningar við að auka gagnkvæman skilning milli fólks um allan heim undir þemanu Culture – A Currency of Trust”.

DRAFT-PRESS-RELEASE-Iceland-010814

http://www.culturesummit.com/

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum