Hoppa yfir valmynd
13. ágúst 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kennarar framtíðarinnar – fagstétt á krossgötum

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði ráðstefnu um starfsþróun kennara

Illugi Gunnarsson ráðstefna Future Teachers
Illugi Gunnarsson ráðstefna Future Teachers

Ísland gegnir formennsku í norrænu ráðherranefndinni á yfirstandandi ári og á dagskrá formennskuársins er m.a. ráðstefna um starfsþróun kennara frá leikskóla til háskóla, sem haldin er 13. og 14. ágúst. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði ráðstefnugesti við upphaf ráðstefnunnar, sem mun einkum fjalla um mikilvægi faglegrar starfsþróunar í norrænu og alþjóðlegu samhengi. Boðið verður upp á fyrirlestra,  málstofur og vinnustofur.

Aðalfyrirlesarar verða þrír, Andy Hargreaves frá Boston College, Pasi Sahlberg frá Harvard og Sigrún Aðalbjarnardóttir, Háskóla Íslands.

Auk fyrirlestra og umræðna í málstofum munu leikskóli, framhaldsskóli og þrír grunnskólar bjóða gestum heim á fimmtudagsmorgninum. Þar verða kynnt sjö athyglisverð starfsþróunarverkefni kennara, til dæmis Biophilia í Langholtsskóla. Dagskrá o.fl. er á  vef ráðstefnunnar en hún er haldin á vegum mennta-  og menningarmálaráðuneytisins og Fagráðs um starfsþróun kennara.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum