Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stóra norræna loftslagsáskorunin

Markmiðið er að skapa einstakan vettvang fyrir samstarf skólabekkja á öllum Norðurlöndunum um sjálfbæra þróun

Lyngid

Stóra norræna loftslagsáskorunin er samnorrænt átak á fimm tungumálum sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Markmiðið er að skapa einstakan vettvang fyrir samstarf skólabekkja á öllum Norðurlöndunum. Um er að ræða sveigjanlegt kennsluverkefni sem hentar öllum skólum á Norðurlöndunum og byggir á námskröfum í námsáætlunum þeirra. Nemendur eru virkjaðir gegnum leik, verkefni og samkeppnir, bæði til að afla sér aukinnar þekkingar um sjálfbæra þróun og til að beita þeirri þekkingu með beinum og skapandi hætti til að efla sjálfbæra þróun í sínum skólum. Efnið er þannig byggt upp í kringum þrjú undirstöðuhugtök: Þekkingu, metnað, samstarf.

Efnið inniheldur faglega texta, myndir, innlegg frá sérfræðingum, verkefni, samstarfsverkefni og krossaspurningar sem byggja á námsáætlunum á Norðurlöndunum og lúta einkum að náttúru- og samfélagsgreinum.

Í kynningarefni um verkefnið segir Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra: Loftslagsáskorunin er spennandi og skemmtilegt verkefni sem verður áhugavert að fylgjast með. Hér er komið gott dæmi um hverju náið samstarf Norðurlandanna getur áorkað, og hvernig við getum saman undirbúið börnin okkar betur fyrir framtíðina”

Stóra norræna loftslagsáskorunin hefst opinberlega þann 11.11.2014. Á sama tíma opnar ný og bætt kennslugátt Norden i Skolen. Loftslagsáskorunin mun verða hluti af þeirri kennslugátt, ásamt nýju og gagnvirku kennsluefni um loftslagsmál sem er ætlað fyrir náttúru- og félagsvísindagreinar í 7.-9. bekk. Nú þegar er hægt að skrá sig á kynningarsíðu Loftslagsáskorunarinnar.

Verkefnisstjóri er Elva Ósk Gylfadóttir ([email protected])

Stóra norræna loftslagsáskorunin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum