Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Um lestrarnám og læsi - opinn fyrirlestur í Hörpu

Á fjórða hundrað manns hlýða á fyrirlestur Dr. Maryanne Wolf

Dr. Maryanne Wolf
Dr. Maryanne Wolf

Bandarískur sérfræðingur um taugafræðilegar forsendur lesturs, dr. Maryanne Wolf, prófessor við Tufts University í Boston og forstöðumaður lestrar- og tungumálarannsóknarstöðvar sama háskóla, flytur opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi í Norðurljósasal Hörpu í dag 27. ágúst 2014 fyrir um 370 gesti. Fyrirlesturinn er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Í upphafi dagskrárinnar gerði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, grein fyrir áherslum ráðuneytisins á lestrarnámi og læsi sem fram koma í Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis um umbætur í menntun. Dr. Wolf skiptir fyrirlestri sínum, „We were never born to read: The Story and Science of the Reading Brain“, í tvo hluta og verða umræður eftir hvorn hluta. Háskólarnir og Námsgagnastofnun kynna efni um lestrarmál í kaffihléi.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fyrirlestrinum sem verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á vef ráðuneytisins.

Illugi Gunnarsson í Hörpu

Dagskrá

Kl. 12.45   Skráning

Kl. 13.00   Dagskrárkynning og tónlistaratriði

Kl. 13.15   Illugi Gunnnarsson: Áherslur ráðuneytisins á lestrarnámi og læsi sem fram koma í Hvítbók mennta-og menningarmálaráð-uneytisins um umbætur í menntun

Kl. 13.40   Dr. Maryanne Wolf: „We were never born to read: The Story and Science of the Reading Brain“ – fyrri hluti

Kl. 14.40   Spurningar og umræður

Kl. 15.00   Kaffihlé. Kynningarefni frá háskólunum og Námsgagnastofnun um lestur

 Kl. 15.30   Dr. Maryanne Wolf: „We were never born to read: The Story and Science of the Reading Brain“ – síðari hluti

Kl. 16.30   Spurningar og umræður

Kl. 17   Dagskrárlok

Um fyrirlesarann

Dr. Maryanne Wolf hefur stundað viðamiklar taugalíffræðilegar rannsóknir á lestrarferli og lestrarerfiðleikum barna. Hún hefur skrifað yfir 120 vísindagreinar og hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar og störf. Bók hennar, Proust and the Squid: The Story and Science of the Reading Brain, kom út árið 2007 og var valin besta bók ársins um lestur af alþjóðlegum samtökum um lesblindu.

Rannsóknir og störf dr. Wolf spanna vítt svið. Árið 2011 hlaut hún verðlaun fyrir brautryðjandastarf í lestrarkennslu en hún hefur í samvinnu við teymi frá MIT háskóla í Boston og fleiri þróað stafrænt lestrarefni fyrir börn sem hafa engan aðgang að skóla á fjarlægum svæðum í Eþíópíu og Suður-Afríku. Upplýsingar um dr. Maryanne Wolf er m.a. að finna á vef Tufts University í Boston.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum