Hoppa yfir valmynd
2. september 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hvernig getum við bætt menntun barnanna okkar?

Opnir fundir Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra um Hvítbók um umbætur í menntamálum

RN_01_IllugiGunnarsson

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heldur opna fundi um Hvítbók um umbætur í menntamálum um allt land á næstunni.  Hann leggur áherslu á þau meginmarkmið að bæta árangur í lestri, bæta námsframvindu í framhaldsskólum og efla verk- og tækninám. „Framtíðarsýn okkar er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þess í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi menntun sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis“. Fundirnir eru öllum opnir og eru kennarar, foreldrar og aðrir sem láta sig menntamál varða velkomnir.

Sjá Facebook-síðu um hvítbók um umbætur í menntamálum

Fundur IG um Hvítbókin











Dagskrá, með fyrirvara um breytingar:


Mánudagur 20. október kl. 20:00 í Safnaðarheimli Vídalínskirkju, Garðabæ

Þriðjudagur 21. október kl. 20:00 í sal Bókasafns Seltjarnarness

Verið velkomin


 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum