Hoppa yfir valmynd
10. september 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Göngum í skólann

Verkefninu hleypt af stokkunum í Laugarnesskóla

Göngum í skólann 2014
Göngum í skólann 2014

Göngum í skólann var sett í Laugarnesskóla í morgun. Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri Laugarnesskóla bauð gesti velkomna og nemendur skólans sungu. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fluttu stutt ávörp. Solla stirða úr Latabæ kom og fékk alla með sér í léttar æfingar. Verkefnið var síðan sett með viðeigandi hætti þegar mennta- og menningarmálaráðherra ásamt nemendum, starfsfólki og öðrum gestum lögðu í stuttan göngutúr.

Göngum í skólann opnun í Laugarnesskóla

Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur og aðstandendur til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur umsjón með verkefninu en aðrir samstarfsaðilar eru: Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum