Hoppa yfir valmynd
12. september 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ytra mat á fjórum grunnskólum

Skýrslur um ytra mat á Höfðaskóla á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Kirkjubæjarskóla í Skaftárhreppi og Vallaskóla á Selfossi

Börn í Laugarnesskóla 2014
Börn í Laugarnesskóla 2014

Birtar hafa verið skýrslur um ytra mat á Höfðaskóla á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Kirkjubæjarskóla í Skaftárhreppi og Vallaskóla á Selfossi. Í þeim er gerð grein fyrir ytra mati  sem fór fram á vorönn 2014. Teknir voru fyrir fjórir matsþættir, þar af voru þrír fyrirfram ákveðnir en fjórði matsþátturinn var ákveðinn af sveitarfélagi og skóla. Matið er hluti af samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis en framkvæmdin er á vegum Námsmatsstofnunar. Matið er byggt á þeim skyldum ríkis og sveitarfélaga sem koma fram í 37. og 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í grunnskólum er samkvæmt 35. grein grunnskólalaganna að:

1.            Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda.

2.            Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.

3.            Auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum.

4.            Tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Með ytra mati er unnið að öllum þessum markmiðum og lögð sérstök áhersla á að efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla, stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi, hvetja kennara til að vinna saman að því að bæta eigin starfshætti og vera skólum hvati til frekari skólaþróunar. Grundvöllur ytra mats eru viðmið um gæði stjórnunar, náms og kennslu og innra mats. Auk þess geta sveitastjórnir/skólar óskað eftir mati á fjórða þætti eins og fyrr segir. Viðmiðin eru byggð á lögum og reglugerðum um skólastarf og aðalnámskrá grunnskóla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum