Hoppa yfir valmynd
15. september 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Listir og þátttaka

Ráðstefnan „Arts & Audiences“ verður haldin í Hörpu 20. og 21. október undir yfirskriftinni „Virkni og þátttaka áhorfenda og listræn samvinna“

Biophilia kennsluverkefni
biophilia

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences verður haldin í Hörpu 20. og 21. október nk.  og er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Yfirskriftin er „Virkni og þátttaka áhorfenda og listræn samvinna“ (audience engagement and artistic collaboration) og sjónum beint sérstaklega að stafrænum miðlunar- og sköpunarleiðum.

„Stafræna byltingin hefur nú þegar haft þau áhrif að áhorfendur eru æ oftar í hlutverki meðhöfunda að listaverkum. Í ár verður sjónum Arts & Audiences meðal annars beint að því hvernig norrænar lista- og menningarstofnanir hafa tekist á við þessa áskorun. Við höfum beðið söfn, leikhús, sinfóníuhljómsveitir og hátíðir að deila reynslu sinni með okkur og veita þannig skýrari hugmynd um það hvernig hægt er mæta þessari þróun, hvaða áskoranir, möguleikar og takmarkanir liggja í hinum stafræna heimi og hvaða áhrif þetta hefur á dagskrárgerð, miðlun og samskipti okkar við áhorfendur og unnendur lista og menningar.

Við munum meðal annars kynnast margverðlaunaðri stafrænni tækni Rijksmuseum í Amsterdam, við heyrum hvernig listahátíðir í Edinborg vinna sameiginlega með hugsuðum, sérfræðingum í markaðsmálum og stafrænni tækni til þess að efla borgina enn frekar sem hátíðaborg og ná til mismunandi áhorfendahópa. Coney leikhópurinn frá Bretlandi segir okkur frá aðferðum sínum en hann vinnur samtímis að "analóg" og stafrænum uppsetningum verka, m.a. í samstarfi við Royal Shakespeare Company. Síðast en ekki síst þá fáum við  að heyra hvernig fjölþætt og fjölbreytt reynsla norrænna kollega í menningar- og listageiranum hefur nýst til að ná til nýrra áhorfendahópa og styrkja tengsl við þá sem fyrir eru“, segir Auður Rán Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri.

  • Athygli er vakin á því ráðstefnugjald er aðeins 150 evrur fram til 22. september, eftir það verður það 175 evrur. Innifalið í ráðstefnugjaldinu er hádegisverður báða dagana, kaffi, meðlæti, listrænar uppákomur og lokamóttaka. Hægt er að stilla gjaldinu í hóf vegna stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar. 

Ráðstefnur með þessu heiti hafa verið haldnar áður í Bergen, Stokkhólmi og Helsinki af Norsk publikumsutvikling í Noregi og CKI (Center for Kunst og Interkultur) í Danmörku.  Mennta- og menningarmálaráðuneytið sér um skipulagningu ráðstefnunnar hér á landi, í samstarfi við Norsk publikumsutvikling og CKI.

Vefsíða ráðstefnunnar

Skráning

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum