Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttekt á stöðu kynja og þátttöku í félagslífi framhaldsskólanema

Gefin hefur verið út skýrsla með helstu niðurstöðum úttektarinnar sem meistaranemar í kynjafræði við Háskóla Íslands gerðu veturinn 2013 - 2014

Úttekt á stöðu kynja og þátttöku í félagslífi framhaldsskólanema var gerð veturinn 2013 - 2014. Nú hefur verið gefin út skýrsla með helstu niðurstöðum úttektarinnar sem framkvæmd var af  meistaranemum í kynjafræði við Háskóla Íslands. Skýrslunni er fylgt eftir með kynningum á helstu niðurstöðum og mögulegum aðgerðum til að jafna stöðu kynja í félagslífi framhaldsskólanema.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að birtingamyndir kynjanna eru ólíkar í útgefnu efni frá svonefndum myndbandaráðum, sem strákar stýra að mestu leyti, og í helstu netmiðlum framhaldsskóla. Í dag eru myndbandaráð eins konar sýnileiki félagslífs flestra framhaldsskóla því þau sjá um gerð auglýsinga fyrir viðburði á vegum nemendafélaga og sýna síðan upptökur frá viðburðunum í viðkomandi skóla og á netmiðlum. Í ljós hefur komið að kynjuð birtingarmynd og orðræða hefur færst frá skólablöðum til myndbandaráða. Starfsfólk skólanna hefur lítil tök á að fylgjast með birtingum í netmiðlum sem einungis nemendur hafa aðgang að. Nú í haust er verið að kynna niðurstöður og upplýsa um leiðir til að jafna þátttöku kynja í félagslífi framhaldsskóla ásamt því að breyta birtingamynd kynjanna í útgefnu efni nemenda.

Samband íslenskra framhaldsskólanema og höfundar skýrslunnar, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Rakel Magnúsdóttir, standa að kynningum sem eru greiddar af verkefninu Félagslíf í framhaldsskólum sem er eitt af jafnréttisverkefnum í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnari í jafnréttismálum og hlaut 1.5 m.kr. styrk árið 2013  úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála. Í stýrihópi verkefnisins eru fulltrúar frá Menntaskólanum við Sund, Verzlunarskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Úttekt á stöðu kynja og þátttöku í félagslífi framhaldsskólanema

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum