Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Undirritun alþjóðasamnings um hagræðingu úrslita kappleikja í íþróttum

Tilgangur samningsins er að koma í veg fyrir og upplýsa mál sem lúta að hagræðingu úrslita íþróttakappleikja og stuðla að því refsað sé fyrir brot af því tagi

Undirritun samnings í Strasbourg um samning gegn hagræðingu úrslita
Undirritun samnings í Strasbourg um samning gegn hagræðingu úrslita

Íþróttanefnd Evrópuráðsins* hefur í tvö ár unnið að gerð samnings um hagræðingu úrslita íþróttakappleikja. Ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti samninginn þann 9. júlí 2014.  Í samningnum er kveðið á um ýmsar aðgerðir sem löndin hyggjast beita hvert í sínu landi og sameiginlega í alþjóðlegu samstarfi til þess að berjast gegn hagræðingu úrslita íþróttakappleikja en talsverð aukning hefur orðið á málum sem tengjast veðmálum og hagræðingu úrslita kappleiki í íþróttum í Evrópu og víðar. Tilgangur samningsins er að koma í veg fyrir og upplýsa mál sem lúta að hagræðingu úrslita íþróttakappleikja og stuðla að því refsað sé fyrir brot af þessu tagi. Ekki síður er markmið samningsins að skiptast á upplýsingum á alþjóðlegum vettvangi og samhæfa samstarf stjórnvalda og viðeigandi stofnana við íþróttasamtök og aðila sem vinna í getraunatengdri starfsemi.

Með samningnum er einnig verið að verja heiðarleika og gildi íþrótta en mikil aukning á fjármagni í ýmsum íþróttagreinum hefur orðið til þess að auka ólöglega veðmálastarfsemi og hefur hætta á að úrslitum sé hagrætt í kappleikjum sem veðjað er á aukist umtalsvert samfara þessari þróun.

Undirritun samningsins fór fram í Strasbourg þann 13. nóvember 2014. Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Ísland í París undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Með henni á myndinni (t.h.) er Gabriella Battaini-Dragoni aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópuráðsins.

Samninginn í heild má lesa í enskri útgáfu á heimasíðu Evrópuráðsins.

* Enlarget Partial Agreement on Sport

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum