Hoppa yfir valmynd
2. desember 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Bara að fara? FaraBara.is!

Nýr upplýsingavefur um nám erlendis, FaraBara.is, var formlega opnaður af Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra í kjölfar fyrsta alþjóðadags Erasmus + menntaáætlunar Evrópusambandsins

Fara-bara-opnun-nyr-vefur

FaraBara.is er samstarfsvefur Rannís og Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) sem unnið hefur verið að síðan í vor. Búið er að safna saman gríðarlegu magni upplýsinga um nám erlendis og setja það upp á skilmerkilegan og aðgengilegan hátt. Finna má m.a. upplýsingar um rúmlega 40 lönd auk þess að safnað hefur verið saman margvíslegum upplýsingum um námsstyrki.

Markmið vefsins er að auðvelda fólki leitina að rétta náminu, námslandinu og hvað nauðsynlegt er að gera þegar sótt er um.

Auk Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra eru á myndinni Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SÍNE, Sigríður Ásgeirsdóttir og Dóra Stefánsdóttir frá Rannís.

(Tekið af vef Rannis.is)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum