Hoppa yfir valmynd
17. desember 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verkefni á vegum Ungmennaráðs Seltjarnarness vekur athygli

Í ársskýrslu ungmennaáætlunar Evrópusambandsins „Youth in Action 2013“  er m.a. sagt frá verkefni ungmennaráðs Seltjarnarness „Af hverju ungmennaráð?“ sem Evrópa unga fólksins styrkti árið 2013.

Fyrsta ár nýrrar Erasmus+ áætlunar er senn að ljúka og ótal styrkir og verkefni hafa verið framkvæmd á árinu. Markmið Erasmus+ áætlunarinnar er að annarsvegar að styðja við verkefni sem miða að því að auka færni og hæfni einstaklinga til að takast á við störf framtíðarinnar og hinsvegar að tryggja nútímavæðingu mennta- og æskulýðskerfa þátttökulanda innan Erasmus+.

Í ársskýrslu ungmennaáætlunar Evrópusambandsins „Youth in Action 2013“  er m.a. sagt frá verkefni ungmennaráðs Seltjarnarness: „Af hverju ungmennaráð?“ sem Evrópa unga fólksins styrkti árið 2013. Í verkefninu er aðaláhersla lögð á virka þátttöku ungs fólks og það var unnið með ungmennaráði frá Lundi í Svíþjóð. Ungmennaráðin unnu saman á Íslandi í sex daga og lauk vinnunni með ráðstefnu þar sem öðrum ungmennaráðum og sveitarstjórnarfulltrúum var boðin þátttaka.

Þetta er í annað sinn sem ungmennaráð Seltjarnarness hlýtur styrk til þess að vinna verkefni með ungmennaráðinu í Lundi en það hlaut einnig styrk í Svíþjóð til þess að taka á móti hópnum frá Seltjarnarnesi . 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum