Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Flutningur verkefna til Námsgagnastofnunar

Námsgagnastofnun hefur tekið við vistun, uppfærslu og umsjón með rafrænum handbókum um öryggi og velferð barna í leik- og grunnskólum

Born-uti

Frumvarp  um nýja Menntamálastofnun verður tekið fyrir á Alþingi á næstunni. Gert er ráð fyrir að stofnunin taki formlega til starfa um mitt þetta ár. Í tengslum við þessa breytingu hefur ráðuneytið unnið að undirbúningi að flutningi afmarkaðra verkefna til stofnunarinnar en þar til hún tekur formlega til starfa mun Námsmatsstofnun/Námsgagnastofnun annast þau.

Námsgagnastofnun hefur tekið við vistun, uppfærslu og umsjón með rafrænum handbókum um öryggi og velferð barna í leik- og grunnskólum, sem ráðuneytið gaf út í lok síðasta árs:

Leikskólar

Grunnskólar

Handbækurnar voru unnar af mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Herdísi Storgaard og Þorlák Helgason. Handbækurnar eru ætlaðar sveitarstjórnum, rekstraraðilum skóla, skólastjórnendum, kennurum og öðrum þeim sem starfa í leik- og grunnskólum til stuðnings við gerð öryggishandbóka, öryggis- og viðbragðsáætlana en hafa jafnframt upplýsingagildi fyrir foreldra og fjölskyldur leik- og grunnskólabarna. Handbækurnar eru mun ítarlegri en reglugerðir sem handbækurnar byggja á og er það gert til að auðvelda sveitarstjórnum að uppfylla ákvæði reglugerðanna. Handbækurnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem uppflettirit til að auðvelda notendum til að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um leik- og grunnskóla og umhverfi þeirra en í þeim er einnig vísað í gildandi reglur almennt um öryggismál.

 Samskiptum vegna handbókanna, svo sem að koma á framfæri athugasemdum og almennum fyrirspurnum, ber að beina til Erlu Óskar Guðjónsdóttur, netfang: [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum