Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samráð um drög að frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur lokið við drög að frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum nr. 73/1972, með áorðnum breytingum (innleiðing tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2012/28/ESB um tiltekna leyfilega notkun á munaðarlausum verkum)

Frumvarpsdrögin fara nú í opið samráðsferli með birtingu á vef ráðuneytisins þar sem öllum gefst kostur að kynna sér efni þeirra og beina athugasemdum sínum og ábendingum til ráðuneytisins. Að því loknu verður farið yfir allar athugasemdir og þær hafðar til hliðsjónar við undirbúning endanlegs frumvarps, sem fyrirhugað er að ráðherra leggi fyrir Alþingi á 144. löggjafarþingi.

Veittur er frestur til að gera athugasemdir við drögin til og með 12. febrúar 2015. Óskað er eftir að athugasemdir verði settar skilmerkilega fram og með vísan til tiltekinna greina frumvarpsins, þegar það á við. Athugasemdir sendist í tölvupósti á [email protected] með efnislínunni: „Frumvarp til breytinga á höfundalögum – munaðarlaus verk“.

Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum - munaðarlaus verk

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum