Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur við Snorrasjóð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur endurnýjað samning við Snorrasjóð um ráðstöfun rekstrarframlags í fjárlögum til þriggja ára.

Snorraverkefnid

Á vegum Snorrasjóðs eru rekin tvö verkefni fyrir ungt fólk:

1. Snorraverkefnið, sem er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-28 ára af íslenskum ættum frá Kanada og Bandaríkjunum. Markmiðið með verkefninu er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Íslands.

2. Snorri West er verkefni fyrir unga Íslendinga á aldrinum 18-28 ára sem fá tækifæri til að taka þátt í fjögurra vikna dagskrá á Íslendingaslóðum svo sem í Manitoba í Kanada, Minnisota og Norður-Dakóta í Bandaríkjunum.

Verkefnið hefur verið mjög farsælt og margir þátttakendur tekið þátt í þessu verkefni. Sjá nánar á vef Snorrasjóðs

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum