Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ungt fólk 2014

Niðurstöður rannsókna á högum nemenda í þremur efstu bekkjum grunnskóla komin út

Ungt fólk 2014

Ungt fólk 2014. Grunnskólar.

Menntun, menning, félags-, íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi.


Í skýrslunni eru niðurstöður Ungt fólk rannsóknarinnar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi árið 2014 með samanburði við árin 2000, 2006, 2009 og 2012. Gagnasöfnun fór fram með spurningalistakönnun í febrúarmánuði 2014.

Líkt og í fyrri rannsóknum er athyglinni beint að ýmsum þáttum í lífi unglinga sem varða hagi þeirra, s.s. menntun, menningu, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsu, líðan og vímuefnaneyslu. Í textanum eru niðurstöður settar fram á 91 tölusettri mynd og 23 töflum, en fleiri töflur eru í viðauka.

Nokkrar niðurstöður:

  • Áfram dregur úr lestri bóka (bls. 9)
  • Lítill leshraði hamlar námi (bls. 9)
  • Unglingar verja sífellt meiri tíma með foreldrum sínum (bls. 30)
  • Stúlkur í 9. og 10. bekk telja andlega heilsu sína lakari nú en áður (bls. 40)
  • Ofbeldi og einelti virðist dragast saman (bls. 40)
  • Færri vinna með námi en áður (bls. 63)

 Æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk hófu göngu sína árið 1992 þegar Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (RUM), að frumkvæði menntamálaráðuneytisins, hóf að framkvæma kannananir meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskólum landsins. Með þessum fyrstu heildstæðu rannsóknum á högum barna og ungmenna var brotið blað í sögu félagsvísindarannsókna hér á landi. Ungt fólk rannsóknirnar hafa margfaldastað umfangi á þeim ríflega tveimur áratugum sem liðnir eru frá upphafi þeirra og hafa frá árinu 1997 verið unnar reglulega meðal allra nemenda í 5., 6. og 7. bekk, 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum og öllum framhaldsskólum landsins. Þá hafa verið unnar Ungt fólk rannsóknir á félagslegri stöðu 16 til 20 ára ungmenna á Íslandi sem ekki stunduðu nám við framhaldsskóla árin 2000 og 2009. Frá upphafi hefur eitt af megineinkennum Ungt fólk rannsóknanna verið að spurningalistar hafa verið lagðir fyrir í öllum skólum landsins í stað þess að leggja fyrir úrtak nemenda. Með þessu móti eru fengnar staðbundnar og ítarlegar greiningar fyrir sveitarfélög, skóla og félagasamtök.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum