Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eyþór Laxdal Arnalds sem formann þjóðleikhúsráðs

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eyþór Laxdal Arnalds framkvæmdastjóra sem formann þjóðleikhúsráðs frá 1. febrúar nk. Þjóðleikhúsráð verður þannig skipað:

Eyþór Laxdal Arnalds, formaður, skipaður án tilnefningar,

Herdís Þórðardóttir varaformaður, skipuð án tilnefningar,

Ragnar Kjartansson, skipaður án tilnefningar,

Randver Þorláksson, tilnefndur af Félagi íslenskra leikara,

Agnar Jón Egilsson, tilnefndur af Félagi leikstjóra á Íslandi.

Eyþór Laxdal Arnalds er Þjóðleikhúsinu að góðu kunnur og lék ungur í ýmsum leikritum m.a. í Þjóðleikhúsinu 1976-77. Hann lauk burtfararprófi í sellóleik 1988 og tónsmíðanámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sama ár. Eyþór hefur lokið MBA námi og stundað framhaldsnám í hagsögu við Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum