Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lífshlaupið rennur af stað í áttunda sinn

Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tóku þátt í opnunarhátíðinni

Lífshlaupið 2 Ræða IG

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra voru meðal þeirra sem ávörpuðu gesti þegar Lífshlaupið var ræst í áttunda sinn í Hamraskóla í Reykjavík. Þeir tóku einnig þátt í léttri þraut í anda Skólahreysti ásamt nemendum Hamraskóla og hófu þannig verkefnið á táknrænan hátt. 

Illugi Gunnarsson og Sigmundur Davíð GunnlaugssonVið athöfnina voru einnig afhent Platínumerki Lífshlaupsins til einstaklinga sem náðu þeim árangri að hreyfa sig í a.m.k. 30 mínútur daglega frá 5. febrúar 2014 til 5.janúar 2015 eða samfleytt í 335 daga.

Landsmenn hafa tekið Lífshlaupinu mjög vel og voru um 22.000 einstaklingar sem tóku þátt árið 2014. Lífshlaupið er fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, við heimilisstörf, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.

Nánari upplýsingar um Lífshlaupið eru á heimasíðu verkefnisins http://lifshlaupid.is/

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum