Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra með forystu Íþrótta- og Ólympíusambandsins og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ

Illugi Gunnarsson og Lárus Blöndal

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra efndi til samráðsfundar með forystu Íþrótta- og Ólympíusambandsins og sérsamböndum ÍSÍ. Í upphafi fundarins undirrituðu ráðherra og Lárus Blöndal forseti ÍSI samninga við ÍSÍ um rekstrarframlag til ÍSÍ, um stuðning við sérsamböndin, um Afrekssjóð ÍSÍ og um Ferðasjóð íþróttafélaga.


Á fundinum var fjallað um mál sem varða íþróttahreyfinguna og þá sérstaklega starf sérsambanda. Ráðherra fór yfir málefni sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu í málaflokknum. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ fór yfir það helsta í starfi ÍSÍ og svo voru aðrir dagskrárliðir með framsögu sérsambanda. Helstu málin til umræðu voru styrkjamál, skattaumhverfi íþróttahreyfingarinnar, aðstöðumál vegna landsliða sérsambanda ÍSÍ, skóli og íþróttir, og hlutverk og rekstur sérsambanda. Í framsögu sinni tæpti ráðherra á ýmsum málum svo sem Smáþjóðaleikunum, sem haldnir verða á næsta ári, fjárframlögum til íþróttamála, alþjóðlegu samstarfi um baráttu gegn hagræðingu úrslita íþróttakappleikja, lyfjaeftirlit og fleira. Einnig greindi ráðherrann frá frumrannsókn á hagrænum áhrifum íþrótta, sem unnið er að í Háskóla Íslands og kynnt verður síðar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum