Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

112 dagurinn skipulagður í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið         

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði gesti við athöfn í tilefni af 112 deginum

Ávarp 112 dagurinn

112 dagurinn var haldinn 11. febrúar sl. Hann var skipu­lagður í sam­vinnu við mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið og fjöldi viðbragðsaðila heim­sóttu grunn­skóla lands­ins til að ræða við nem­end­ur um neyðar­núm­erið, slysa­varn­ir og skyndi­hjálp. Lögð var áhersla á að kynna 112 sem barna­vernd­ar­núm­erið. Þá stóð Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins fyrir fræðslu fyrir börn í 4. bekk um neyðar­núm­erið, skyndi­hjálp og slysa­varn­ir.

Í ávarpi sínu sagði mennta- og menningarmálaráðherra m.a.: „Ég hef hvatt skóla til að nýta þennan dag, 112-daginn, til að beina kastljósinu að öryggis- og velferðarmálum nemenda eftir því sem tök eru á.  Skólum ber að vinna að því að auka vitund nemenda um borgaralega ábyrgð og skyldur, um líkamlega og andlega velferð, og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Með því að tengja námið við daglegt líf og starfsvettvang er unnt að efla læsi nemenda á umhverfi sitt og kenna þeim að bregðast við ólíkum aðstæðum“.

Í frétt frá Neyðarlínunni um segir m.a. að alls bár­ust henni yfir fimm þúsund til­kynn­ing­ar vegna barna í vanda fyrstu tíu heilu árin eft­ir að sam­starf 112 og Barna­vernd­ar­stofu um neyðarsím­svör­un vegna barna­vernd­ar hófst. 112 er helsti far­veg­ur­inn fyr­ir al­menn­ing til að koma að til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar­yf­ir­valda um allt land. Lang­flest­ar til­kynn­ing­ar ber­ast hins veg­ar frá lög­reglu og ýms­um stofn­un­um inn­an vel­ferðar­kerf­is­ins. Stór hluti mál­anna sem berst frá lög­reglu á þó upp­runa sinn í sím­tali til 112 þar sem aðstoðar er óskað vegna til dæm­is heim­il­isof­beld­is, kyn­ferðisof­beld­is eða ann­ars of­beld­is.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum