Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson og Skessukatlar eftir Þorstein frá Hamri tilnefndar af Íslands hálfu

Bækurnar Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson og Skessukatlar eftir Þorstein frá Hamri eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár sem framlag Íslands. Tilkynnt var um tilnefningarnar í morgun. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin við athöfn í Reykjavík 27. október. Sigurvegarinn fær 350 þúsund danskar krónur.

Tilnefningar:

Danmörk
Pia Juul: Avuncular. Onkelagtige tekster. Ljóðabók, Tiderne Skifter, 2014

Helle Helle: Hvis det er. Skáldsaga, Samleren, 2014

Samíska tungumálasvæðið
Niillas Holmberg: amas amas amasmuvvat. Ljóðabók, DAT, 2013

Finnland
Peter Sandström:Transparente Blanche. Skáldsaga, Schildts & Söderströms, 2014

Hannu Raittila: Terminaali. Skáldsaga, Siltala, 2013

Færeyjar
Sólrún Michelsen: Hinumegin er mars. Skáldsaga, Mentunargrunnur Studentafelagsins, 2013

Grænland
Niviaq Korneliussen: HOMO sapienne. Skáldsaga, Milik, 2014

Ísland
Jón Kalman Stefánsson: Fiskarnir hafa enga fætur. Skáldsaga, Bjartur, 2013

Þorsteinn frá Hamri: Skessukatlar. Ljóðabók, Mál og menning, 2013

Noregur
Kristine Næss: Bare et menneske. Skáldsaga, Oktober, 2014

Jon Fosse: Trilogien: Andvake. Olavs draumar. Kveldsvævd. Skáldsaga, Samlaget, 2014

Svíþjóð
Therese Bohman: Den andra kvinnan. Skáldsaga, Norstedts, 2014

Bruno K. Öijer: Och natten viskade Annabel Lee. Ljóðabók, Wahlström & Widstrand, 2014

Álandseyjar
Karin Erlandsson: Minkriket. Skáldsaga, Schildts & Söderströms, 2014

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum