Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntadagur atvinnulífsins 2015

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í ráðstefnunni, ávarpaði gesti og afhenti Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015

IMG_7606

Menntadagur atvinnulífsins 2015var haldinn fimmtudaginn 19. febrúar. Af því tilefni efndu samtök í atvinnulífinu til ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem fjallað var um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Þá voru haldnar sk. menntastofur, þar sem samtökin, sem standa að deginum kynntu áherslur sínar í menntamálum og svöruðu fyrirspurnum.


Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í ráðstefnunni, ávarpaði gesti og afhenti Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015, sem Marel hlaut að þessu sinni. Sprotaverðlaunin hlaut Sildarvinnslan á Neskaupstað. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SAF, SFF, SFS, Samorku, SI, SVÞ og SA.

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir (efri mynd) tók við verðlaununum fyrir hönd Marel og Gunnþór Ingvason fyrir hönd Síldarvinnslunnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum