Hoppa yfir valmynd
10. mars 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjármálafræðsla fyrir grunnskólanemendur

Í tilefni af Evrópsku peningavikunni hafa Samtök fjármálafyrirtækja þróað kennsluefni um fjármál fyrir nemendur í grunnskólum

Fjármálavit

Fjármálavit er verkefni sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa undirbúið í vetur og gengur út á að þróa kennsluefni um fjármál fyrir nemendur í grunnskólum. Við þróun efnisins voru haldnar vinnustofur með nemendum, kennurum og starfsfólki í fjármálafyrirtækjum til að fá fram hvað það er sem skiptir máli þegar kemur að kunnáttu um fjármál. Efnið var svo unnið í samvinnu við kennara og kennaranema. Við vinnslu efnisins var horft til þess að það endurspegli raunverulegt umhverfi ungs fólks og að það veki áhuga þess. Um þrjátíu manns frá 10 aðildarfélögum SFF heimsækja 10. bekkinga í níu skólum, á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Egilsstöðum til að kynna kennsluefnið.  Páll Óskar Hjálmtýsson er verndari Fjármálavits.

Með framtakinu horfa SFF til systursamtaka sinna í Evrópu, þá sérstaklega í Hollandi, en þar í landi hafa samtök fjármálafyrirtækja undanfarin ár boðið upp á kennsluefni og heimsótt skóla um allt land með fjármálafræðslu við góðar undirtektir nemenda.

Samtök fjármálafyrirtækja taka þátt í Evrópsku peningavikunni sem Evrópsku bankasamtökin standa fyrir dagana 9. til 13. mars en markmiðið með henni er að vekja athygli á mikilvægi eflingu fjármálalæsis meðal ungmenna í Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópska peningavikan er haldin.

Nánar má fræðast um Fjármálavit á heimasíðu verkefnisins sem og á Facebook-síðu þess.   

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum