Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Forinnritun 10. bekkinga í framhaldsskóla lokið

Alls tóku 3.824 nemendur þátt og eru því um 88% allra 10. bekkinga búnir að velja sér framhaldsskóla.

Forinnritun 10. bekkinga í framhaldsskóla lauk á miðnætti 10. apríl. Alls tóku 3.824 nemendur þátt og eru því um 88% allra 10. bekkinga búnir að velja sér framhaldsskóla. Þrír skólar þ.e. Kvennaskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verslunarskóli Íslands, fengu flestar umsóknir en alls völdu 30% allra sem tóku þátt þessa þrjá skóla sem sitt fyrsta val og því ljóst að umræddir skólar fengu umsóknir frá töluvert fleiri nemendum en þeir geta tekið við. 


Vert er að benda á að allir þessir skólar eru meðal þeirra sem koma til með að bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs næsta haust.

Niðurstöður forinnritunar eru með svipuðum hætti og síðasta vor en þá komust um 98% nemenda inn í annan af þeim skólum sem þeir völdu sér. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum