Hoppa yfir valmynd
4. maí 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

673 nemendur hættu í framhaldsskólum fyrir lokapróf

Undanfarin ár hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið, í samstarfi við framhaldsskólana, beitt sér fyrir aðgerðum til að draga úr brotthvarfi nemenda.

Undanfarin ár hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið, í samstarfi við framhaldsskólana, beitt sér fyrir aðgerðum til að draga úr brotthvarfi nemenda. Aðgerðirnar snúa meðal annars að því að kalla eftir upplýsingum um brotthvarf og skima fyrir brotthvarfi í framhaldsskólum landsins. Um síðustu áramót var umsýsla brotthvarfsverkefna ráðuneytisins flutt til Námsmatsstofnunnar sem hefur nú gefið út skýrslu með niðurstöðum skráninga á ástæðum brotthvarfs á haustönn 2014. 

Samkvæmt upplýsingum frá 31 skóla kom fram að 790 nemendur hefðu hætt námi á haustönn 2014, þ.e. hurfu frá námi án þess að ljúka prófum í lok annarinnar. Af þeim fóru 117 nemendur í annan skóla og teljast þeir því ekki til eiginlegs brotthvarfshóps. Af því leiðir að 673 nemendur sem hófu nám á haustönn 2014 voru hættir í skólunum áður en til lokaprófa kom. Á framhaldsskólatigi stunduðu 26.964 nemendur nám á haustönn 2013 og má gera ráð fyrir að svipaður fjöldi hafi stundað nám á haustönn 2014. 
  

Niðurstöður sýna að nemendum sem ekki skiluðu sér í próf fækkaði á milli anna. Það er þó áhyggjuefni að nemendum sem segjast hafa hætt vegna andlegra veikinda fjölgar á milli anna og við því þarf að bregðast. Nánari upplýsingar um niðustöður skráninga eru í skýrslu Námsmatsstofnunar.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum