Hoppa yfir valmynd
5. maí 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðherra og nemendur ræddu framtíð Iðnskólans í Hafnarfirði

Fulltrúar nemenda hittu Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og afhentu honum mótmæli við sameiningu Iðnskólans við Tækniskólann

Nemendur-Idnskolans

Nemendur í Iðnskólanum í Hafnarfirði hafa áhyggjur af framtíð skólans og námsins og telja sig ekki nægilega vel upplýsta um hvað bíður þeirra þegar skólahald hefst næsta haust. Þetta kom meðal annars fram í máli fulltrúa nemenda, sem hittu mennta- og menningarmálaráðherra að máli í morgun og afhentu honum lista með nöfnum 283 nemenda, þar sem sameingingaráformum er mótmælt. Þeir lögðu áherslu á að eyða þyrfti allri óvissu um nám þeirra í skólanum. Í máli ráðherra kom fram að skólahald verður með óbreyttum hætti á næstu önn og að nemendur munu ekki finna fyrir breytingum fyrr en síðar og þá vonandi í formi betri þjónustu, kennslu og aðstöðu. Ráðherra lagði áherslu á að markmið sameiningarinnar væri að búa til betri skóla. Ákveðið hefði verið að bíða ekki með ákvarðanatöku í þessu efni en gefa sér hins vegar góðan tíma til að hrinda málum í framkvæmd.

Mótmæli nemendanna eru svo hljóðandi:

„Við und­ir­rituð nem­end­ur í Iðnskól­an­um í Hafnar­f­irði erum afar ósátt við hvernig staðið er að mál­um sam­ein­ingu skól­anna. 

Okk­ur þykir það ólíðandi að við för­um í sum­ar­frí og vit­um ekk­ert hvernig kom­andi vetri verður háttað. Öll völd­um við þenn­an til­tekna skóla til þess að nema, af ríkri ástæðu. Við krefj­umst þess að hags­mun­um okk­ar og kenn­ar­anna verði gætt, og að þessi sam­ein­ing verði end­ur­skoðuð“.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum