Hoppa yfir valmynd
18. maí 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing um háskólamál

Á ráðherrafundi evrópska háskólasvæðisins var sameiginleg yfirlýsing um háskólamál undirrituð. Að  frumkvæði Íslands var bætt við yfirlýsinguna krafa um skýrslu um framvindu umbóta í Hvíta-Rússlandi.

EHEA Armeníu

Við lok ráðherrafundar evrópska háskólasvæðisins (European Higher Education Are: EHEA) sem haldinn var Jerevan í Armeníu 14.-15. maí síðast liðinn skrifuðu ráðherrar ríkjanna, sem standa að EHEA, undir sameiginlega yfirlýsingu um háskólamál, sem móta mun vinnu Bologna-háskólasamstarfsins næstu 3 árin, eða þar til ráherrarnir funda á ný í París 2018.   

Yfirlýsingin leggur áherslu á að styrkja enn frekar samstarf ríkjanna í málefnum háskóla og að ljúka innleiðingu verkferla og ákvæða EHEA fyrir 2020.  Lögð verður rík áhersla á að aðstoða þau ríki sem enn hafa ekki uppfyllt ákvæðin svo þau geti náð þessu marki.  Yfirlýsingin fjallar einnig um nauðsyn þess að auka þátt stúdenta í gæðastarfi og hvetur til jafnréttis, sjálfræðis og akademísks frelsis í samstarfi háskóla.  Þá er fjallað um hlutverk háskóla í að stuðla að umræðu,  umburðarlyndi og skilningi milli menningarheima, trúarbragða, og stjórnmálahópa, og jafnt aðgengi til náms fyrir alla hópa samfélagsins.

Umsókn Hvíta-Rússlands um aðild að Bologna-ferlinu var samþykkt með skilyrðum um að umbætur yrðu gerðar á háskólakerfinu fyrir 2018, sérstaklega hvað varðar réttindi og frelsi stúdenta, sjálfræði háskóla og akademískt frelsi.   frumkvæði Íslands var bætt við yfirlýsinguna krafa um skýrslu frá Bologna Stýrihópnum (Bologna Follow Up Group, BFUG)  um framvindu umbóta í Hvíta-Rússlandi fyrir ráðherrafundinn í Paris 2018. 

Una Strand Viðarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu mennta- og vísindamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu var formaður BFUG í aðdraganda ráðherrafundarins, og leiddi undirbúning yfirlýsingarinnar ásamt samformanni sínum Andrejs Rauhvargers frá Lettlandi.

Yfirlýsingin á vef EHEA



Illugi Gunnarsson og Una Strand Viðarsdóttir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum