Hoppa yfir valmynd
4. júní 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttektá stjórnsýslu og verklagi verkefnisins ,,Nám er vinnandi vegur“

Markmið úttektarinnar var meðal annars að athuga stjórnun verkefnisins, þátttöku þeirra ráðuneyta sem hlut áttu að máli og fleira

Í maí 2011 efndu mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti til átaks undir yfirskriftinni Nám er vinnandi vegur (NVV), sem hafði að markmiði að efla menntun og auka atvinnutækifæri ungs fólks. Einnig var tekið mið af tveimur markmiðum úr stefnu ríkisstjórnarinnar „Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag“ um að lækka hlutfall þeirra sem höfðu ekki lokið framhaldsskólamenntun og draga úr neikvæðum áhrifum af langtímaatvinnuleysi. Fjármögnun átaksins var tryggð með samráði ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Í upphafi gerðu tillögur ráð fyrir að öllum umsækjendum um nám í framhaldsskóla, 25 ára og yngri, yrði tryggð skólavist haustið 2011, ásamt nýjum námstækifærum fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur. NVV lauk á miðju ári 2014.

Á síðastliðnu ári var Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands falið að gera úttekt á stjórnsýslu og verklagi verkefnisins ,,Nám er vinnandi vegur“ á tímabilinu 2011-2014. Markmið úttektarinnar var að svara eftirfarandi spurningum:

  1. Hvernig var háttað stjórnun verkefnisins „Nám er vinnandi vegur“ ?
  2. Með hvaða hætti var aðkoma starfsmanna þeirra ráðuneyta sem í hlut áttu, þ.e. mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis?
  3. Hver var aðkoma annarra (utanaðkomandi) aðila að verkefninu?
  4. Hvað mátti betur fara við stjórnun verkefnisins?

Í úttektinni var m.a. stuðst við fundargerðir stýrihóps, greinargerðir frá ráðuneytunum, viðtöl við einstaklinga sem komu að verkefninu, fyrirliggjandi heimildir um stjórnarhætti hins opinbera, lög, reglur, þingsályktanir o.s.frv.

Úttektaraðilar hafa nú lokið gerð skýrslu með niðurstöðum úttektarinnar, Nám er vinnandi vegur Átak í menntamálum 2011 - 2015.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum