Hoppa yfir valmynd
10. júní 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrsla um íslenskukennslu fyrir útlendinga

Birt hefur verið skýrsla um úttekt á framkvæmd styrkjafyrirkomulags íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Í október 2014 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Capacent ehf. að gera úttekt á framkvæmd styrkjafyrirkomulags íslenskukennslu fyrir útlendinga. Skýrsla úttektaraðila hefur borist ráðuneytinu og hefur verið birt á vef þess.

Meginmarkmið úttektar á styrkjafyrirkomulagi til íslenskukennslu fyrir útlendinga er tvíþætt, þ.e. að komast að raun um hvort:

a. Stjórnsýsla verkefnisins, þ.e. heildarmarkmið stjórnvalda, úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og utanumhald styrkveitinga, þ.m.t. eftirlit með framkvæmd íslenskukennslu, sé í samræmi við góða og vandaða stjórnsýsluhætti.

b. Framkvæmd verkefnisins hjá þeim sem veita þjónustuna beri tilætlaðan árangur. Skoða skal og leggja mat á árangur kennslunnar með hliðsjón af markmiðum og ákvæðum úthlutunarreglna. Athuga skal sérstaklega kröfur framkvæmdaaðila um gæði kennslunnar og hvernig gæðaeftirliti framkvæmdaaðila er háttað.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum