Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Viðmið um gerð starfsreglna fyrir sveitarfélög sem reka sérskóla og sérúrræði við grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út viðmiðin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Í janúar sl. voru nokkrar breytingar gerðar á  reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla, en þessar breytingar voru gerðar m.a. í ljósi athugasemda og kærumála sem komið hafa til kasta ráðuneytisins og ábendinga umboðsmanna Alþingis. Í reglugerðinni er m.a. nýtt ákvæði þar sem kveðið er á um að mennta- og menningarmálaráðuneyti skuli setja sveitarfélögum, að höfðu samráði við Sambandi íslenskra sveitarfélaga, viðmið um gerð starfsreglna sérskóla og sérúrræða innan grunnskóla, sem stofnað er til skv. 42. gr. laga um grunnskóla, sem sveitarfélögum verði skylt að fara eftir. Hingað til hafa sveitarfélög ekki haft slík viðmið til grundvallar gerð starfsreglna af þessu tagi. Ráðuneytið hefur nú unnið að framangreindum viðmiðum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Haft var samráð við ýmsa aðila sem málið varðar hjá sveitarfélögum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Sátt ríkir um þá útfærslu viðmiða sem fyrir liggur, sjá Viðmið um gerð starfsreglna og Yfirlit yfir lög og reglugerðir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum