Hoppa yfir valmynd
10. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fundur með fulltrúa ÖSE um frelsi fjölmiðla

ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, hvetur íslensk stjórnvöld til að standa vörð um sjálfstæði og sterka stöðu fjölmiðla á Íslandi

Rh-og-Dunja

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hitti Dunja Mijatovic, fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla á fundi í ráðuneytinu 8. september sl. 

Á fundinum var farið yfir stöðu fjölmiðla í stórum dráttum og um þær breytingar sem nú eiga sér stað á þeim vettvangi, t.d.  meðal fjölmiðla í almannaþágu og hvernig þeir geta brugðist við breyttum aðstæðum. Dunja greindi frá fundum sínum með ýmsum aðilum hér á landi, m.a. með formanni stýrihóps um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Hún taldi að með því að leggja af hegningar við meiðyrðum, sem hugmyndir hafa komið fram um í umræðum um 233. gr.a í almennum hegningarlögum, þá gæti Ísland gefið mikilvægt fordæmi.

Í heimsókn sinni til Íslands átti Dunja Mijatovic fundi með ráðherrum, alþingismönnum, blaðamönnum og embættismönnum og einnig hélt hún opinn fyrirlestur um Ógnir við tjáningarfrelsi í fjölmiðlum og á internetinu. Í honum fjallaði hún meðal annars um hvernig áróðri er markvisst beitt í milliríkjaátökum og hvernig öryggi blaðamanna og bloggara er víða ógnað, ekki síst kvenna sem starfa í fjölmiðlum.

Fréttatilkynning ÖSE um heimsóknina og stöðu fjölmiðla á Íslandi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum