Hoppa yfir valmynd
15. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þjóðarsáttmáli um læsi, undirritanir á Suðurlandi og Höfn

Í gær undirritaði mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson þjóðarsáttmála um læsi á Odda á Rangárvöllum og í Höfn í Hornafirði

IMG_0213

Í gær undirritaði mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson þjóðarsáttmála um læsi við Skaftárhrepp, Mýrdalshrepp, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Hrunamannahrepp. Undirritunin fór fram á Odda á Rangárvöllum. Þá var sáttmálinn einnig undirritaður á Höfn við sveitarfélagið þar.


 

 













Á myndinni eru Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri í Skaftárhreppi, Ásgeir Magnússon sveitarstjóri Mýrdalshreppi, Benedikt Benediktsson varaoddviti Rangárþing eystra, Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþing ytra, Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri Ásahrepps, Kristófer Tómasson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ragnar Magnússon oddviti Hrunamannahrepps, Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sem undirritaði alla samningana og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. Undirritunin fór fram á hinum sögufræga stað Odda á Rangárvöllum.

Erla Þórhallsdóttir formaður foreldrafélags Grunnskóla Hornafjarðar og fulltrúi Heimilis og skóla, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Björn Ingi Jónsson sveitarstjóri á Höfn í Hornafirði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum