Hoppa yfir valmynd
18. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hringurinn að lokast

Þjóðarsáttmálinn um læsi hefur verið undirritaður í flestum sveitarfélögum landsins

Þriðjudaginn  15. september undirrituðu Róbert Ragnarsson sveitarstjóri Grindarvíkur, Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri Voga, Illugi Gunnarsson Mennta og menningarmálaráðherra og Klara Halldórsdóttir fyrir hönd Heimilis og skóla þjóðarsáttmála um læsi í grunnskóla Grindarvíkur.









Í Reykjanesbæ undirritaði ráðherrann sáttmálann ásamt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóraReykjanesbæjar, Sigrúnu Árnadóttur bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra Garðs og Önnu Sigríði Jóhannesdóttur fulltrúa Heimilis og skóla. Dagskránni á báðum stöðunum lauk með því að Ingó Veðurguð flutti lagið "Það er gott að lesa".


















Sama dag var þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður á Stokkseyri og skrifuðu þessir undir fyrir hönd sinna sveitarfélaga: Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Gunnar Þorgeirsson oddviti Grímsness- og Grafningshrepps,  Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar, Eydís Þ. Indriðadóttir sveitarstjóri Flóahrepps og Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss ásamt Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Ingu Dóru Ragnarsdóttur fyrir hönd Heimilis og skóla.

Miðvikudaginn 16. september undirritaði ráðherra sáttmálann við  Súðavíkurhrepp, Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað.  Athöfn Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps fór fram í Safnahúsi Ísafjarðarbæjar. Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar og Pétur Markan sveitarstjóri Súðavíkurhrepps undirrituðu fyrir hönd sinna sveitarfélaga. Fulltrúi Heimilis og skóla var Lína Björk Tryggvadóttir.










Í Félagsheimili Bolungarvíkur undirritaði ráðherra samninginn ásamt Elíasi Jónatanssyni bæjarstjóra. Fulltrúi Heimilis og skóla var Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir.











Síðustu viðburðir á hringferð mennta- og menningarmálaráðherra um landið við undirritun þjóðarsáttmálans verða í Vestmannaeyjum  21. september og í Stykkishólmi og Akranesi 22. september nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum