Hoppa yfir valmynd
28. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóða skjalaráðið heldur ráðstefnu í Reykjavík

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði um 500 fulltrúa frá 75 ríkjum sem sitja ráðstefnuna

IMG_8887

Þjóðskjalasafn Íslands er gestgjafi árlegrar ráðstefnu alþjóða skjalaráðsins ICA, sem hófst í dag mánudag 28. september. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um það mikilvæga hlutverk skjalasafna í að varðveita upplýsingar um réttindi borgaranna og hvernig skal tryggja áreiðanleika þeirra. Um 70 fyrirlesarar munu deila þekkingu sinni á fjölbreyttum málstofnum. Þar er m.a. fjallað um opin gögn og opna stjórnsýslu í nútímanum, gæða- og áhættustjórnun í skjalastjórn og skjalavörslu, upplýsingarétt almennings og aðgengi að upplýsingum og hvernig skjöl eru sönnunargögn í sakamálum. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði ráðstefnugesti og opnaði ráðstefnuna formlega.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum