Hoppa yfir valmynd
28. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimsins stærsta kennslustund - hér á landi og í yfir 100 ríkjum

Heimsins stærsta kennslustund fór fram í Flataskóla nú í morgun að mennta- og menningarmálaráðherra viðstöddum. Markmið hennar var að kenna börnum í yfir 100 löndum um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru síðastliðinn föstudag og taka við af Þúsaldarmarkmiðunum.

Flataskoli1

                                                                                               Myndin hér að ofan og fleiri myndir eru í myndasafni Flataskóla.  


Í fréttatilkynningu frá UNISEF segir:

Heimsins stærsta kennslustund - hér á landi og í yfir 100 ríkjum

 

Heimsins stærsta kennslustund í Flataskóla

 
■ 500 milljón börn læra um Heimsmarkmið SÞ sem samþykkt voru á föstudag
■ Kennslustundir haldnar í yfir í 100 ríkjum ■ Illugi Gunnarsson og Ævar vísindamaður fengu kennslu með 4. bekk í Flataskóla
 
Heimsins stærsta kennslustund fór fram í Flataskóla nú í morgun. Markmið hennar var að kenna börnum í yfir 100 löndum um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru síðastliðinn föstudag og taka við af Þúsaldarmarkmiðunum.
 
Heimsmarkmiðin eru sautján talsins, fjalla um sjálfbæra þróun og eiga að leiðbeina íbúum jarðar til næstu fimmtán ára. Kjarninn í kennslustundinni í morgun var teiknimynd um heimsmarkmiðin en Sir Ken Robbinson, sem meðal annars er þekktur fyrir TED-fyrirlestur sinn How schools kill creativity, er hugmyndasmiður hennar. Að verkefninu koma einnig Malala Yousafzai, Serena Williams, Neymar og fleiri.
 
Ævar vísindamaður kynnti myndbandið fyrir nemendum í Flataskóla og ræddi mikilvægi heimsmarkmiðanna. Þau snúast meðal annars um að binda endi á sárafátækt í heiminum, berjast gegn loftslagsbreytingum og gefa öllum börnum tækifæri á góðri grunnskólamenntun. Viðstaddur kennslustundina var Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra.
 
Myndbandið er hluti af kennsluefni sem kennt verður í 100 ríkjum í dag og næstu daga. Allt að 500 milljón börn á aldrinum átta til fjórtán ára munu fá tækifæri til að læra um heimsmarkmiðin. Ráðamenn víða um heim taka þátt í kennslustundunum.
 

Mikið af námsefni á netinu

 
Hugmyndin á bak við heimsins stærstu kennslustund er gera heimsmarkmiðin vel þekkt og virkja ungt fólk til að leysa þau verkefni sem bíða okkar allra. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna munu vinna saman að því að innleiða markmiðin, þar á meðal Ísland. Markmiðin taka á vandamálum sem eiga sér stað um heim allan, í hátekjuríkum sem og í lág- og millitekjuríkjum.
 
„Heimsmarkmiðin eru stórmerkileg. Þau eru líka afar brýn. Til að auka líkurnar á því að heimsbyggðin nái þeim er mikilvægt að allir viti af þeim, strax frá upphafi. Þess vegna var ráðist í að búa til sameiginlega kennslustund fyrir nemendur um allan heim,“ segir Hjördís Eva Þórðardóttir, réttindafræðslufulltrúi hjá UNICEF á Íslandi.
 
„Hugmyndin er virkja ungt fólk til að kynna sér markmiðin og vinna með þau í sínu nærumhverfi. Ef við náum í dag að efla þekkingu ungs fólks á sjálfbærri þróun höfum við möguleika á að ná markmiðunum eftir fimmtán ár. Þetta mun ekki gerast án þeirra,“ segir Berglind Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
 
Heimsins stærstu kennslustund fylgja bæði 30 mínútna kennsluleiðbeiningar og 60 mínútna leiðbeiningar, sem þýddar hafa verið á íslensku og eru öllum aðgengilegar á netinu. Kennarar og skólar um allt land eru hvattir til að nýta þær í kennslu.
 
Efninu fylgir einnig teiknimyndasaga um heimsmarkmiðin, auk þess sem fjölmargar hugmyndir að kennslustundum um einstök heimsmarkið hafa verið settar á netið. Kennarar um allan heim voru hvattir til að senda inn tillögu að kennslustundum um einstök heimsmarkmið.
 
Það voru UNICEF á Íslandi og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem stóðu fyrir kennslustundinni í morgun, í samvinnu við Flataskóla í Garðabæ. Flataskóli hefur tekið þátt í UNICEF-hreyfingunni í mörg ár, stutt baráttu UNICEF fyrir börn á jarðskjálftasvæðum í Nepal og haldið réttindum barna á lofti.
 
 
Nánari upplýsingar veita:
 
Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, s. 690-1175 / [email protected]
Berglind Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags SÞ á Íslandi, s. 897-4453 / [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum