Hoppa yfir valmynd
9. október 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umfang oghagræn áhrif íþrótta

Áfangaskýrsla um umfang og hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu var kynnt á málþingi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskóla Íslands.

Málþing um umfang og hafræn áhrif íþrótta var haldið í Laugardalshöll í gær. Dr. Þórólfur Þórlindsson prófessor og Dr. Viðar Halldórsson lektor frá HÍ hófu málþingið með því að kynna áfangaskýrslu sem ber heitið „Íþróttir á Íslandi: Umfang og hagræn áhrif“.

Tilgangurinn með skýrslunni er þríþættur. Í fyrsta lagi að leggja grunn að frekari úttekt og rannsóknum á stöðu og umfangi íþrótta, afmarka viðfangsefnið og kanna hvaða gögn um hagrænt gildi íþrótta séu aðgengileg. Í öðru lagi er verið að greina megin þætti íþróttastarfsins sem mikilvægt er að skoða nánar. Í þriðja lagi eru settar fram fyrstu niðurstöður um tiltekna efnisþætti þessa verkefnis.

Íþróttir eru mjög umfangsmiklar í íslensku samfélagi og snerta mörg svið þess. Í rannsókninni var leitast sérstaklega við að fjalla um framlag íþrótta á eftirtöldum sviðum:

Umfang íþrótta- þátttakendur:
• Ríflega 28% landsmanna eru skráðir iðkendur innan ÍSÍ
• Um 60% ungmenna æfa íþróttir með íþróttafélagi
• Þar af æfa um 40% ungmenna íþróttir 4 sinnum eða oftar í viku með íþróttafélagi

Ferðamennska:
• Íþróttaferðir vega töluvert í nútíma ferðamennsku
• Um 25-30.000 manns koma til landsins árlega vegna íþróttaviðburða og íþróttastarfs
• Sem dæmi má nefna þá er velta Unglingalandsmóts UMFÍ og Reykjavíkurmaraþons er í kringum 20.000.000 fyrir hvort mót.
• Heilsutengd ferðamennska og íþróttir skarast einnig verulega

Alþjóðavæðing íþrótta og afreksmennska:
• Beinar gjaldeyristekjur nema nálægt 4 milljörðum
• Óbeinar gjaldeyristekjur eru einnig umtalsverðar

Lýðheilsa og forvarnir:
• Í kyrrsetuþjóðfélagi nútímans þá vega íþróttir þungt í hreyfingu barna og ungmenna. Framlag íþrótta til heilsu í tengslum við hreyfingu er erfitt að meta en það má áætla að sú tala hlaupi á milljörðum
• Framlag íþrótta til forvarna, til dæmis í tóbaksvörnum er verulegt. Erfitt er að meta slíkt með nákvæmum hætti. Í því sambandi má þó geta þess að kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga nemur 20-25 milljörðum á hverju ári.

Eftir kynningu á skýrslunni voru pallborðsumræður. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, Dr. Þórólfur Þórlindsson, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Dr. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands tóku þátt í þeim. Sjá nánar á vef Íþrótta- og Olympíusambands Íslands. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum